Bensínverð hækkar um 4 krónur

Orkan og Atlantsolía halda að sér höndunum og hafa ekki …
Orkan og Atlantsolía halda að sér höndunum og hafa ekki hækkað. Ómar Óskarsson

Verðið á bensínlítranum hækkaði um fjórar krónur í dag hjá flestum bensínstöðvum landsins. Kostar lítrinn nú 231,5 krónur hjá ÓB, 231,7 krónur hjá N1 og Olís og 232,8 krónur hjá Shell.

Verðið á bensínlítranum hjá Orkunni og Atlantsolíu stendur hins vegar í stað í 227,5 krónum.

Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri eldsneytis hjá N1, segir heimsmarkaðsverðið hafa farið úr böndunum vegna ástandsins í Grikklandi en það hafi byrjað að hækka í síðustu viku eftir að hafa lækkað þar á undan.

„Þegar fjármálamarkaðir veikjast eins og gerst hefur í Grikklandi og víðar, þá styrkjast hrávörumarkaðir og verð hækkar,“ segir hann. Hækkunin á lítranum í dag endurspegli þá óvissu sem sé um stöðu mála þar syðra.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert