Frá og með 1. júlí næstkomandi munu fjármálafyrirtæki halda eftir 20% skatti af fjármagnstekjum þegar þær eru greiddar eða verða greiðslukræfar, segir í tilkynningu frá Samtökum fjármálafyrirtækja.
Þar kemur einnig fram að þessi breyting á framkvæmd fjármagnstekjuskattsins á fyrst og fremst við um fjármagnstekjur af verðbréfum eins og hlutdeildarskírteinum og skuldabréfum þar sem vextir mynduðust fyrir 1. janúar 2011.
„Fjármagnstekjur hafa verið greiddar árlega eða mánaðarlega af innstæðum á bankareikningum og því er um óbreytta tilhögun að ræða á þeim reikningum,“ segir enn fremur í tilkynningunni.
Hér má lesa frétt Samtaka fjármálafyrirtækja um breytinguna.