Búið að semja við flugmenn

Friðrik Tryggvason

Félag íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair hafa gengið frá kjarasamningi. Samningar tókust um sjö leytið í morgun eftir tuttugu tíma langan fund. Hefur yfirvinnubanni flugmanna því verið aflýst en Icelandair hefur þurft að aflýsa flugferðum að undanförnu vegna bannsins.

Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra atvinnuflugmanna, vildi ekki tjá sig um hvað fælist í nýjum kjarasamningi við mbl.is í morgun. Hann segir að nú verði samningurinn kynntur fyrir félagsmönnum sem síðan muni greiða atkvæði um hann. Hann segist ánægður með að samningar hafi tekist en langir fundir hafa staðið yfir í karphúsinu að undanförnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka