Frost alla daga mánaðarins

Sumar í Nauthólsvík.
Sumar í Nauthólsvík. mbl.is/Eggert

Frost mæld­ist ein­hvers staðar á land­inu alla daga júní­mánaðar, og í byggð voru frost­næt­ur fimmtán tals­ins. Hiti í júní komst ekki í 20 stig nema einn dag, 19. júní, og þá aðeins á tveim­ur stöðum. Þetta kem­ur fram á vefsvæði Trausta Jóns­son­ar veður­fræðings.

Tekið er fram í færslu Trausta að einn dag­ur er eft­ir af mánuðinum, en þó er margt at­hygl­is­vert sem litið hef­ur dags­ins ljós. „Að minnsta kosti eitt merki­legt met var sett í mánuðinum. Meðal­hiti mánaðar­ins á Gagn­heiði er í kring­um -0,8 stig. Erfitt er að keppa við þessa stöð í lág­um hita á þess­um tíma árs, enda hirti hún lægsta meðal­hita júní­mánaðar nærri því strax og hún var stofnuð (1993). En samt hef­ur gamla metið (-0,15°C) staðið frá 1998 og hit­inn í núlíðandi júní­mánuði því mark­tækt lægri.“

Trausti bend­ir einnig á, að dæg­ur­lág­marks­met fyr­ir landið var sett á Gagn­heiði þegar lág­marks­hiti 22. júní mæld­ist -4,9 stig. „Þetta er 1,5 stigi neðar held­ur en fyrra met sem sett var í Sand­búðum á Sprengisandi þenn­an dag 1978.“

Þá nefn­ir Trausti að mik­ill fjöldi dæg­ur­meta hafi verið sleg­inn á ein­stök­um veður­stöðvum. Mesta at­hygli veki að Stór­höfði náði nýju há­marks­dæg­ur­meti 28. júní þegar hiti þar mæld­ist 15,5 stig, 0,7 stig­um hærra en gamla metið frá 1951.

Vefsvæði Trausta Jóns­son­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert