Stöðvaðir í Norrænu

Norræna.
Norræna.

Tveir Litháar voru stöðvaðir er þeir reyndu að komast úr landi með Norrænu á Seyðisfirði í morgun. Að sögn Óskars Bjartmarz, yfirlögregluþjóns á Seyðisfirði, kom lögregla auga á mennina þegar þeir voru að fara um borð í ferjuna og ákvað að kanna upplýsingar um þá nánar. Í ljós kom að þeir áttu báðir eftir að afplána dóma á Íslandi.

Fangelsismálastofnun óskaði eftir því við lögreglu að mennirnir yrðu handteknir og var það gert. Voru þeir færðir í fangelsið á Akureyri þar sem þeir hefja afplánun. Báðir voru með nokkra mánaða fangelsisdóma á bakinu. 

Að sögn Óskars er ekki algengt að dæmdir einstaklingar reyni að komast úr landi með Norrænu áður  en afplánun hefst en slíkt komi þó alltaf upp af og til.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert