Fjölmenni á goslokahátíð

Guðni Ágústsson færði Sigmúnd nýveiddan lax og smellti á hann …
Guðni Ágústsson færði Sigmúnd nýveiddan lax og smellti á hann kossi í tilefni opnunar yfirlitssýningarinnar. Óskar Pétur Friðriksson

Margir eru komnir á goslokahátíð í Vestmannaeyjum og hafði Eyjamaður á orði að það væri svo margt fólk í bænum að maður þyrfti að bíða á gatnamótum, sem hann sagði yfirleitt ekki þurfa.

Smá forskot var tekið á goslokahátíðina í gær, 30. júní, þegar yfirlitssýning á verkum Sigmúnds teiknara var opnuð í Akóges. Sigmúnd sýnir þar um 120 teikningar, málverk og vatnslitamyndir. Fjölmenni var við opnun sýningarinnar. 

Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Framsóknarflokksins,  ávarpaði samkomuna og þótti fara á kostum. Þá færði hann Sigmúnd nýveiddan lax og kvaðst hafa háfað hann í einni af ánum á leið í Landeyjahöfn. Sigmúnd kunni vel að meta laxinn.

Fjöldi viðburða er á dagskrá Goslokahátíðar og má þar nefna Icelandair Volcano Open golfmótið sem hófst í dag og stendur einnig á morgun. Þá eru ótaldir listviðburðir, tónleikar og dansleikir svo nokkuð sé nefnt.

Dagskrá Goslokahátíðar í Vestmannaeyjum

Golfararnir voru vel búnir á Volcano Open mótinu í Herjólfsdal.
Golfararnir voru vel búnir á Volcano Open mótinu í Herjólfsdal. Óskar Pétur Friðriksson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert