Fjórir fluttir á slysadeild

Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Gullinbrú.
Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Gullinbrú. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Fjórir hafa verið fluttir á slysadeild eftir að tveir bílar skullu saman á Gullinbrú. Áreksturinn var harður og klippa þurfti einn farþega úr öðrum bílnum. Ekki er vitað hvort fólkið varð fyrir alvarlegum meiðslum.

 Að sögn lögreglu eru líkur á að lokað verði fram til klukkan að verða hálf fjögur. Talið er að ökumaður hafi misst stjórn á bíl sínum vegna vatns sem liggur í hjólförum og svo virðist sem hjól bifreiðarinnar hafi flotið á vatninu, samkvæmt tilkynningu frá Umferðarstofu.

Umferðarstofa vill vara ökumenn við þeirri hættu sem víða stafar af vatni í hjólförum og hálu yfirborði á vegum en töluvert hefur rignt undanfarnar klukkustundir á höfuðborgarsvæðinu.  Þegar malbik blotnar eftir langvarandi þurrk getur veggrip orðið mun verra en þegar þurrt er og jafnframt getur hemlunarvegalengd orðið talsvert lengri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert