Gengur illa að standast áætlun

Iceland Express.
Iceland Express.

Flug­ferðum Ice­land Express, til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli, seinkaði að meðaltali um klukku­tíma á síðasta þriðjungi júní­mánaðar. Aðeins 17 pró­sent af vél­um fé­lags­ins héldu áætl­un.

Á sama tíma­bili fóru tvær af hverj­um þrem­ur vél­um Icelanda­ir í loftið á rétt­um tíma og seinkaði flug­taki að jafnaði um tæp­ar tíu mín­út­ur.

Komu­tím­ar Icelanda­ir í Kefla­vík stóðust í sex­tíu pró­sent til­vika. Þetta sýna út­reikn­ing­ar Túrista á stund­vísi flug­fé­lag­anna sem byggðir eru á upp­lýs­ing­um um kom­ur og brott­far­ir á heimasíðu Leifs­stöðvar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert