Gengur illa að standast áætlun

Iceland Express.
Iceland Express.

Flugferðum Iceland Express, til og frá Keflavíkurflugvelli, seinkaði að meðaltali um klukkutíma á síðasta þriðjungi júnímánaðar. Aðeins 17 prósent af vélum félagsins héldu áætlun.

Á sama tímabili fóru tvær af hverjum þremur vélum Icelandair í loftið á réttum tíma og seinkaði flugtaki að jafnaði um tæpar tíu mínútur.

Komutímar Icelandair í Keflavík stóðust í sextíu prósent tilvika. Þetta sýna útreikningar Túrista á stundvísi flugfélaganna sem byggðir eru á upplýsingum um komur og brottfarir á heimasíðu Leifsstöðvar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert