Tölur frá Læknafélagi Íslands sýna að 617 íslenskir læknar starfa erlendis, en það er þriðjungur íslenskra lækna. Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands, hefur mikla áhyggjur af ástandinu og segir að ómögulegt sé að snúa þessari slæmu þróun við nema horfst sé í augu við staðreyndir málsins og kynntar verði áætlanir um aðgerðir.
Birna segist hafa reynt síðan um áramót að fá fund með velferðaráðherra,en ekkert hafi gengið í þeim efnum.