Allir björguðust úr strandi

Kollafjörður
Kollafjörður Heimild: www.ferja.is

Farþega­bát­ur með átta manns um borð strandaði við Lundey um ell­efu­leytið í morg­un. Fólk­inu var bjargað um borð í harðbotna björg­un­ar­bát Slysa­varna­fé­lags­ins-Lands­bjarg­ar.

Um borð í bátn­um voru þrír full­orðnir farþegar og þrjú börn og tveir í áhöfn, að sögn Krist­ins Ólafs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar.  Bát­ur­inn strandaði klukk­an rúm­lega ell­efu í morg­un.

Björg­un­ar­sveit­ir frá Kópa­vogi, Reykja­vík og Kjal­ar­nesi komu á vett­vang á þrem­ur harðbotna björg­un­ar­bát­um og einu  björg­un­ar­skipi Slysa­varna­fé­lags­ins-Lands­bjarg­ar. Fyrsti bát­ur­inn var kom­inn á vett­vang um hálf­tíma eft­ir út­kall eða um klukk­an 11.45. Fólkið var þá komið um borð  í gúmmí­björgt­un­ar­bát við hlið strandaða báts­ins.

Krist­inn sagði að fólkið hafi verið flutt úr gúm­björg­un­ar­bátn­um í björg­un­ar­bát SL og síðan til Reykja­vík­ur en áhöfn farþega­báts­ins er enn á strandstað.

Talið var að fólk­inu hafi heils­ast ágæt­lega miðað við aðstæður. 

Farþega­bát­ur­inn er enn fast­ur á strandstað í Lundey og hall­ar tals­vert. Gott veður mun vera á strandstaðnum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert