Annir hjá forsætisráðherra

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Kristinn

Undanfarna mánuði hafa íslensk og kínversk stjórnvöld unnið að því í sameiningu að ákveða dagsetningu fyrir opinbera heimsókn Wen Jiabaos, forsætisráðherra Kína, hingað til lands.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Kínverjar höfðu látið sér detta í hug að forsætisráðherra þeirra kæmi hingað til lands, um miðjan þennan mánuð, en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sá sér ekki fært að taka á móti honum á þeim tíma.

Þetta staðfesti Zhu Weidong, sendiráðunautur sendiráðs Kína í Reykjavík, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það kom til greina að herra Wen kæmi hingað í júlí, en þá vill þannig til að forsætisráðherra ykkar er upptekinn á þeim tíma,“ sagði Zhu.

Anna Jóhannsdóttir, sendiherra og ráðgjafi forsætisráðherra í utanríkismálum, sagði í tölvubréfi til blaðamanns í gær að það væri ekki rétt að „tiltekin dagsetning í júlí hafi verið endanlega ákveðin, en það var vissulega til alvarlegrar skoðunar um tíma“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert