Erill í Vestmannaeyjum

Nú stendur yfir Goslokahátíð í Vestmannaeyjum.
Nú stendur yfir Goslokahátíð í Vestmannaeyjum. mbl.is/GSH

Mikill erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum en þar stendur nú yfir hin árlega Goslokahátíð. 

Lögregla handtók einn aðila eftir að hann hafði slegið annan með hafnaboltakylfu. Sá var fluttur á heilsugæslu til skoðunnar en ekki var um alvarlega áverka að ræða.

Sá sem framdi árásina var sá hinn sami og gisti fangageymslur lögreglu síðastliðna nótt fyrir innbrot í verslun í bænum en hann hefur margoft komið við sögu lögreglu.

Lögregla fékk um miðnætti tilkynningu frá skipstjóra sem var á leið í land með ölóðan mann en hann hafði gengið berserksgang um borð þannig að snúa þurfti skipinu til lands og fjarlægja manninn frá borði.

Einn var handtekinn á skemmtistað þar sem hann hafði tekið upp hníf og hótaði fólki með honum. Hann gisti fangageymslur lögreglu. Annar kærði mann fyrir líkamsárás sem átti sér stað fyrir utan skemmtistað í bænum.

Lögreglan sinnti mörgum fleiri málum sem flest voru tilkomin vegna mikillar ölvunnar fólks. Mikill fjöldi er á Goslokahátíð og voru skemmtistaðir opnir til kl. 06.00 í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert