Himinblíða hefur verið á Húsavík í dag og hitinn farið yfir 20
gráður. Einnig hefur verið hlýtt á Akureyri og hitinn þar farið upp undir 19 stig í dag.
Veðurstofan spáir austan og suðaustanátt næsta sólarhringinn, 5-13 m/s en 8-15 m/s á morgun. Hvassast verður með suðurströndinni. rigning eða súld sunnan og austantil, en annars skýjað að mestu og úrkomulítið.
Talsverð rigning verður suðaustanlands í kvöld og nótt. Hiti 8 til 20 stig, svalast úti með suðaustur- og austurströndinni en hlýjast á Norðurlandi.