Ísland varð að skiptimynt í valdabaráttu

Við brotthvarf varnarliðsins var bandaríski fáninn dreginn niður í síðasta …
Við brotthvarf varnarliðsins var bandaríski fáninn dreginn niður í síðasta sinn í varnarstöðinni á Miðnesheiði. mbl.is/ÞÖK

„Vilji ríkisstjórn Íslands leggja rækt við samskipti við Bandaríkin og Kanada á hún ekki að stefna að aðild að Evrópusambandinu,“ segir Björn Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks og ráðherra, í nýrri grein um brottför varnarliðsins sem birtist í vefritinu Stjórnmál & Stjórnsýsla.

„Komi til ESB-aðildar mun Bandaríkjastjórn telja að leið hennar til Íslands liggi um Brussel. Tæplega 70 ára beinu og nánu tvíhliða sambandi bandarískra og íslenskra stjórnvalda yrði kastað á glæ.“

Í grein sinni fer Björn ítarlega yfir þann aðdraganda sem að lokum leiddi til ákvörðunar Bandaríkjamanna að kalla allan sinn herafla frá Íslandi árið 2006. Vísar hann í skjöl sem birt eru á vefsvæði Donalds Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og telur þau staðfesta skoðun sína, að Rumsfeld hafi ráðið úrslitum um lokun Keflavíkurstöðvarinnar.

„Bandaríkjastjórn sýndi mikla skammsýni á árinu 2006 þegar hún kallaði allan liðsafla sinn frá Íslandi. Skjöl Donalds Rumsfelds sýna að þar réðu tæknileg viðhorf meiru en pólitísk, Ísland varð að lokum skiptimynt í valdabaráttu og breytingaáráttu Rumsfelds í Washington.“


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert