Líf og fjör á landsmóti

Þórður Þorgeirsson knapi, Ólafur Ásgeirsson tamningamaður og Hulda Finnsdóttir, dóttir …
Þórður Þorgeirsson knapi, Ólafur Ásgeirsson tamningamaður og Hulda Finnsdóttir, dóttir Finns Ingólfssonar, eiganda Spuna tóku við verðlaunum sínum í gær. Spuni frá Vesturkoti fékk 8,92 í flokki 5 vetra stóðhesta sem er hæsta heildareinkunn sem kynbótahross hefur fengið. Kári Arnórsson, fyrrverandi formaður Landssambands hestamanna, og konur á peysufötum afhentu vserðlaunin. mbl.is/Helgi Bjarnason

Líf og fjör er nú á Landsmóti hestamanna sem haldið er á Vindheimamelum í Skagafirði. Um 7000 manns eru saman komnir og fylgjast með bestu hestum landsins og knöpum landsins etja kappi í hinum ýmsu greinum.

Veðrið leikur við okkur og brekkan er full af fólki, segir Hilda Karen Garðarsdóttir, einn aðstandenda landsmótsins í ár. Hún segir mikla veislu framundan í kvöld. Helst beri þar að nefna A-úrslit í tölti sem sé einn af hápunktum landsmóts. Þá verði kvöldvaka í kvöld með hinum ýmsu skemmtiatriðum.

Glódís Rún sigraði í barnaflokki

A-úrslit í barnaflokki voru meðal annars haldin fyrr í dag. Glódís Rún Sigurðardóttir sigraði þar örugglega á stóðhestinum Kamban frá Húsavík með 8,83. Annar varð Guðmar Freyr Magnússon á Frama frá Íbishóli með 8,68 og þriðja Ingunn Ingólfsdóttir á Hágangi frá Narfastöðum með 8,65.

Hilda Karen segir krakkana, sem mörg voru að keppa á sínu fyrsta landsmóti, hafa staðið sig með glæsibrag.

Hér má sjá dagskrá landsmóts.

Veður er gott á Vindheimamelum þar sem landsmót hestamanna fer …
Veður er gott á Vindheimamelum þar sem landsmót hestamanna fer nú fram. Myndin er frá setningu landsmótsins í gær. mbl.is/
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert