Í yfirliti forsætisráðherra um sameiningu stofnana og ráðuneyta sem lagt var fram í ríkisstjórn í gær kemur fram að ráðuneytum og stofnunum ríkisins hefur fækkað um 30.
Fækkunin nemur um 15% af heildarfjölda stofnana í byrjun árs 2010 en verði fjögur frumvörp innanríkisráðherra, sem eru nú til meðferðar á Alþingi, að lögum í september mun stofnunum fækka um 10 til viðbótar.
Í byrjun árs 2010 boðaði forsætisráðherra að raunhæft væri að fækka 200 stofnunum ríkisins um 30-40% á næstu tveimur til þremur árum, þ.e. fækkun um 60 til 80 stofnanir. Fækkunin ætti að koma fram á árunum 2010-2012.