Mistrið sem sést þegar horft er til austur frá höfuðborginni er líklega að mestu úrkoma, að mati veðurfræðings á Veðurstofunni. Austanátti ber örugglega eitthvað ryk eða ösku, en allt eins er líklegt að rykið sé komið af hálendinu.
Mikil úrkoma hefur verið á Suðausturlandi og rigningin þar bundið öskuna úr Grímsvatnagosinu. Einnig hefur verið rigning við suðurströndina sem ætti að binda ösku úr Eyjafjallajökulsgosinu.
Svifryksmælir á heimasíðu Reykjavíkurborgar sýnir að loftgæðin séu miðlungsgóð eða 95,3 míkrógrömm á rúmmetra (µg/m3). Mun minna svifryk var á Kirkjubæjarklaustri klukkan 14.30 eða 59,4 µg/m3.