Gekk eins og í sögu

Hestar og gestir voru heppnir með veðrið á Landsmóti hestamanna …
Hestar og gestir voru heppnir með veðrið á Landsmóti hestamanna sem lauk í dag. mbl.is

„Ég er ofboðslega ánægð með þetta, dagskráin gekk hnökralaust fyrir sig og gott að sækja Skagfirðinga heim,“ segir Hilda Karen Garðarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi Landsmóts hestamanna, sem lauk í dag. Áætlað er að um 8 þúsund manns hafi sótt Vindheimamela heim þegar mest var.

Hilda segir mótið hafa gengið eins og í sögu og verið sannkölluð fjölskylduhátíð. Eitt leiðinlegt tilvik hafi komið upp sem sannarlega hafi varpað skugga á mótið en það hafi að öðru leiti farið mjög vel fram.

„Við kláruðum mótið á flottum skeiðsprettum og krýndum þarna hest, nokkuð ungan,“ segir hún og á þar við Óm frá Kvistum sem bar sigur úr býtum í A-flokki gæðinga með einkuninna 8,98 en það var Hinrik Bragason sem sýndi hestinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert