Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki munu þurfa sérstaka undanþágu í sjávarútvegsmálum gangi Ísland í ESB. Þetta kom fram í viðtali við ráðherrann á Euronews en þar sagðist hann einnig gera ráð fyrir að helsti ásteytingarsteinninn yrðu gagnkvæmar fjárfestingar.
Um áhyggjur Íslendinga varðandi sjávarútvegsmálin:
„Þetta er viðkvæmasta málið af því að það blandaðist baráttunni fyrir sjálfstæði í gamla daga.
Íslendingar óttast að spænski flotinn muni sigla inn í efnahagssvæði Íslands og taka allan fiskinn. Þetta er helsti ótti almennings en að sjálfsögðu er þetta vitleysa. Reglur Evrópusambandsins eru á þann veg að það getur enginn komið og tekið fiskinn okkar.“
Um það hvort Íslendingar þurfi undanþágu í sjávarútvegsmálum:
„Við þurfum enga sérstaka undanþágu. Í þessu tilliti þurfum við bara regluna um hlutfallslegan stöðugleika sem raunverulega þýðir að þjóðir halda sinni hlutdeild í kvótanum og það vill þannig til að engin erlend þjóð hefur veitt á íslenska hafsvæðinu í 35 ár. Þannig að ég held að það verði ekki það erfiðasta.
Ég held að aðal ágreiningurinn á milli Íslands og Spánar til dæmis, verði varðandi gagnkvæmar fjárfestingar. Ég er viss um að Spánverjar verði mjög áhugasamir um að sameina krafta sína íslenskum fyrirtækjum því þetta eru stærstu fiskveiðiþjóðirnar í Evrópu. Og þeir horfa út fyrir Evrópu með aðstoð íslenskrar eljusemi og reynslu. Þetta er það sem ég held að verði aðal ásteytingarsteinninn.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér.