Vatnavextir í Geirlandsá

Geirlandsá er óvenju vatnsmikil um þessar mundir. Myndin er úr …
Geirlandsá er óvenju vatnsmikil um þessar mundir. Myndin er úr safni. Einar Falur Ingólfsson

Björgunarsveitin Kyndill á Kirkjubæjarklaustri þurfti í dag að aðstoða rútu og fólksbíl sem festust á Lakavegi við vaðið á Geirlandsá. Að sögn lögreglunnar á Kirkjubæjarklaustri er áin óvenju vatnsmikil og bólgin vegna mikilla rigninga undanfarið.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli eru starfsmenn Vegagerðarinnar komnir á staðið og unnið að því að koma veginum í lag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert