Vilja fund um útboð á Drekasvæðinu

Mynd af Drekasvæðinu sem var kortlagt í júní 2008.
Mynd af Drekasvæðinu sem var kortlagt í júní 2008. Af vef Hafró

Þing­menn­irn­ir Jón Gunn­ars­son og Tryggvi Þór Her­berts­son, Sjálf­stæðis­flokki, og Gunn­ar Bragi Sveins­son, Fram­sókn­ar­flokki, hafa óskað eft­ir því að boðað verði sem fyrst til fund­ar í iðnaðar­nefnd til að ræða stöðu útboðsmá­la vegna olíu­leit­ar á Dreka­svæðinu.

Fresta þarf útboði á olíu­leit á Dreka­svæðinu þar sem ekki tókst að af­greiða nauðsyn­leg frum­vörp fyr­ir þinglok en sam­kvæmt áætl­un áttu útboð að hefjast 1. ág­úst. Jón seg­ir til­gang­inn með fund­in­um fyrst og fremst þann að fá upp­lýs­ing­ar um það hversu skaðleg áhrif frest­un­in muni hafa.

„Eins og hef­ur komið fram hjá orku­mála­stjóra í fjöl­miðlum þá tel­ur hann þetta mjög skaðlegt fyr­ir verk­efnið. Þannig að okk­ar hug­mynd er að fara yfir málið sem fyrst og það verði þá metið strax í fram­hald­inu hvort ekki sé ástæða til að þingið komi sam­an til að klára þetta mál fyrst og fremst. Og það væri þá hægt að taka önn­ur mál fyr­ir í leiðinni sem aug­ljós­lega hefði þurft að klára,“ seg­ir Jón og vís­ar til þeirr­ar hug­mynd­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, um að kalla þingið sam­an á ný til að klára knýj­andi mál sem ekki hefðu fengið af­greiðslu fyr­ir þinglok.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert