Búið að opna hringveginn

mbl.is/Júlíus

Búið er að opna hringveginn á  ný en loka þurfti veginum í nokkrar klukkustundir í dag vegna alvarlegs umferðarslyss við Gröf í Víðidal.

Alls voru níu manns fluttir með þyrlum á sjúkrahús í Reykjavík eftir að þrír bílar rákust saman í Húnavatnssýslu í dag. Tveir voru fluttir til Reykjavíkur með sjúkrabíl. 

Alls voru 11 manns í bílunum þremur.  Í tveimur bílanna voru erlendir ferðamenn sem voru í samfloti en í þeirri þriðju voru Íslendingar á ferð. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert