Castiel hafnað - Kastíel leyft

Mannanafnanefnd hefur hafnað ósk um að eiginnafnið Castiel verði fært á mannanafnaskrá. Nefndin hefur hins vegar samþykkt nafnið Kastíel.

Nefndin segir m.a. að ritháttur nafnsins Castiel geti ekki talist í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls þar sem bókstafurinn c sé ekki í íslensku stafrófi. Auk þess sé i ekki ritað á undan  e í ósamsettum orðum.

Þá bendir nefndin á, að enginn Íslendingur beri nafnið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert