Guardian fjallar um tóbaksfrumvarp

Guardian fjallar um tóbaksbannsfrumvarp Sivjar Friðleifsdóttur á vefsíðu sinni í …
Guardian fjallar um tóbaksbannsfrumvarp Sivjar Friðleifsdóttur á vefsíðu sinni í dag. Ásdís Ásgeirsdóttir

Frumvarp Sivjar Friðleifsdóttur, þingkonu og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, um að banna sölu á sígarettum nema gegn lyfseðli er gert að umfjöllunarefni í Guardian í dag.

Þar segir enn fremur að verði frumvarpið að lögum komi sígaretturnar þó ekki til með að verða niðurgreiddar af ríkinu eins og lyfseðilsskyld lyf. Læknum verði uppálagt að hjálpa reykingafólki að hætta með því að bjóða upp á meðferðir og fræðslu og aðeins verði skrifað upp á sígaretturnar fyrir þá sem þrátt fyrir alla viðleitni geti ekki losað sig við fíknina. Skilyrði fyrir uppáskriftinni yrðu reglulegar heilsufarsskoðanir.

Í frétt Guardian er vitnað í Önnu Baldursdóttur, aðstoðarkonu velferðaráðherra, sem er efins um að frumvarpið verði samþykkt. „Hvort það verður að lögum veit ég ekki. Ég dreg það mjög í efa,“ segir hún.

Í fréttinni kemur enn fremur fram að helmingi færri Íslendingar reyki í dag en fyrir 20 árum. Þá hafi 30% þjóðarinnar stundað reykingar en í dag séu það 15% fólks á aldrinum 15-89 sem kveikir sér í rettu reglulega.

Fréttin í Guardian

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert