Rannsaka atvik í Landeyjahöfn

Herjólfur í Landeyjahöfn.
Herjólfur í Landeyjahöfn.

Rannsóknarnefnd sjóslysa skoðar atvik sem varð við Landeyjahöfn fyrir rúmri viku þegar Herjólfur snerist og stefndi að öðrum varnargarði hafnarinnar. Fram kom í fréttum Útvarpsins, að legið hafi við stórslysi en um 300 farþegar voru um borð, aðallega drengir á leið heim eftir fótboltamót.

Haft var eftir Jóni Arilíusi Ingólfssyni, forstöðumanni rannsóknarnefndar sjóslysa, að um klukkan 9, sunnudagsmorguninn 26. júní, hafi alda, sem kom úr suðaustri farð undir Herjólf að aftanverðu um 300 metrum framan við hafnarmynnið. Skipið snerist til vesturs og stefndi á sjálfan varnargarðinn.

Jón Arilíus segir, að atvikið sé vel greinanlegt í gögnum frá ferilskráningu vaktstöð siglinga. Þar komi fram að Herjólfur hafi snúist rúmar 30 gráður sem sé mikið við þessar aðstæður. Hætta hafi verið á ferðum en snarræði skipstjóra Herjólfs hafi bjargað því að ekki fór verr. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert