„Það kemur mér ekki á óvart að leikskólakennurum sé að fækka í Reykjavík,“ segir Fjóla Þorvaldsdóttir, varaformaður Félags leikskólakennara, FL.
Hún segir frekari fækkun leikskólakennara í borginni yfirvofandi. Fólk sé ósátt við vinnuumhverfið í kjölfar breytinga og sameininga og margir hugsi sér til hreyfings og hafi hug á að starfa á leikskólum í öðrum sveitarfélögum.
Stjórnendum 34 leikskóla í borginni var sagt upp í vor þegar skólarnir voru sameinaðir, en eftir breytinguna eru skólarnir 15. Ráðið hefur verið í stöður leikskólastjóra og verið er að leggja lokahönd á ráðningar aðstoðarleikskólastjóra.