Hraðakstur olli slysinu

Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Gullinbrú …
Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Gullinbrú á föstudag. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Harður árekst­ur varð á Gull­in­brú um kl. 14:30 síðastliðinn föstu­dag. Ökumaður á leið suður Gull­in­brú missti þá stjórn á öku­tæki sínu sem fór í hliðarskriði yfir á ak­braut fyr­ir um­ferð úr gagn­stæðri átt og lenti þar fram­an á öku­tæki sem ekið var til norðurs, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu.
 
Þrír voru flutt­ir á slysa­deild. Kona á fer­tugs­aldri sem var farþegi í bif­reiðinni sem ekið var á, er tal­in al­var­lega slösuð. Hún var lögð inn á gjör­gæslu við komu á slysa­deild.  
 
Slysið er rakið til hraðakst­urs öku­manns á leið suður Gull­in­brú. Ökumaður þeirr­ar bif­reiðar er 17 ára gam­all og fékk öku­skír­teini þrem­ur dög­um fyr­ir slysið. Málið er í rann­sókn.

Leiðrétt­ing

Rangt var farið með ald­ur og tíma­setn­ingu í til­kynn­ingu frá lög­reglu. Slysið átti sér stað um klukk­an 13:40 og kon­an er á sjö­tugs­aldri.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert