Lögregla höfuðborgarsvæðisins upprætti í kvöld kannabisræktun í kjallara húss við Langholtsveg. Lögreglan áætlaði að þarna hafi verið um 80 plöntur sem orðnar voru 60-70 sentimetra háar.
Ræktunin fannst eftir nafnlausa ábendingu um að þarna kynni að vera kannabisræktun. Lögreglumenn fóru á staðinn og fundu greinilega lykt og höfðu samband við húsráðanda.
Tæknideild lögreglunnar var á staðnum með mannskap og búnað við að uppræta ræktunina.