Þyrlur Landhelgisgæslunnar fóru reglulega í eftirlits- og gæsluflug í júní þar sem fylgst var með skipaumferð og fiskveiðum á hafsvæðinum umhverfis Ísland. Var einn bátur staðinn að meintum ólöglegum veiðum.
Gæslan segir að báturinn hafi verið stöðvaður um tvær sjómílur suðvestur af Skor á Vestfjörðum, en í gildi er reglugerð sem bannar handfæraveiðar suður af Látrabjargi.
Var bátnum vísað til hafnar þar sem lögregla tók á móti honum til
skýrslutöku, að því er fram kemur á vef Landhelgisgæslunnar.
Þá segir, að í eftirlitsferðunum í júní hafi skipum á sjó í öllum tilfellum borið saman við fjareftirlitsgögn frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.