Þorskkvótinn 177.000 tonn

Þorskkvótinn verður aukinn um 10% á næsta ári.
Þorskkvótinn verður aukinn um 10% á næsta ári. Rax / Ragnar Axelsson

Jón Bjarna­son, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, hef­ur ákveðið að þorskvót­inn á næsta fisk­veiðiári verði 177.000 tonn, sem er 10% aukn­ing frá yf­ir­stand­andi fisk­veiðiári. Þá hef­ur hann ákveðið 5.000 tonna minnk­un á ýsu­kvóta í 45.000 tonn.  

Þetta kem­ur fram í frétt á heimasíðu sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins um ákvörðun heild­arafla­marks fisk­veiðiárið 2011/​12 sem birt­ist nú síðdeg­is. Ákvörðun ráðherra er tek­in að höfðu sam­ráði við hags­munaaðila og tek­ur mið af ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar. Stofn­un­in kynnti ráðgjöf sína fyr­ir kom­andi fisk­veiðiár á fundi í síðasta mánuði. 

„Sam­hliða út­gáfu afla­marks hef­ur ráðherra ákveðið að setja á fót starfs­hóp sem taki til at­hug­un­ar notk­un á flottrolli og áhrif þess á líf­ríki sjáv­ar.

Haf­rann­sókna­stofn­unni verður falið að auka rann­sókn­ir á mis­mun­andi áhrif­um veiðafæra með til­liti til líf­rík­is og orku­notk­un­ar. Enn­frem­ur verður því beint til stof­un­ar­inn­ar að kanna hrygn­ing­ar­stöðvar stein­bíts og friðun þeirra,“ seg­ir í frétt sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins.

Lít­ils­hátt­ar aukn­ing verður í ufsa og verður heild­arafl­inn á næsta fisk­veiðiári 52.000 tonn. Heim­ild­ir í stein­bít verða lækkaðar úr 12.000 tonn­um nú í 10.500 tonn.  Heild­arafli djúpkarfa verður 12.000 tonn, sem er 2.000 tonna aukn­ing, og gull­karfa­kvót­inn eykst úr 30.000 tonn­um í 40.000 tonn. 

Afla­heim­ild­ir í keilu verða 7.000 tonn og löngu 9.000 tonn sem er aukn­ing í báðum til­vik­um. Heild­arafla­mark Íslend­inga í grá­lúðu verður óbreytt eða 13.000 tonn. 


Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Jón Bjarna­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra. mbl.is/​Krist­inn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert