Þúsundir skrá sig úr þjóðkirkjunni

Alls fækkaði um tæplega 6500 manns í þjóðkirkjunni á tímabilinu frá 1. desember 2009 til júníloka 2011, samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá.

Á tímabilinu urðu breytingar á trúfélagsaðild langflestar í ágústmánuði 2010 eða 2046 talsins, 1483 í september 2010 og 890 í júní 2011.

Nettófjölgun varð um rúmlega 1200 í fríkirkjunum þremur, um tæplega 500 í öðrum trúfélögum og um tæplega 4800 utan trúfélaga.

Fleiri karlar en konur hafa sagt sig úr Þjóðkirkjunni og fleiri með lögheimili á höfuðborgarsvæði en annars staðar. Breytingarnar ná til allra aldursflokka.

Vefur Þjóðskrár Íslands

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert