Tillaga Sivjar í TIME

Lagt er til að tóbak verði aðeins selt í lyfjaverslunum.
Lagt er til að tóbak verði aðeins selt í lyfjaverslunum. AP

Tillaga Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns um að selja tóbak gegn lyfseðli hefur vakið athygli víða um heim. Heilsuþáttur tímaritsins TIME fjallar um tillöguna í ítarlegu máli og vitnar í frásögn The Guardian af málinu.

TIME vísar í umfjöllun sinni í nýja viðvörunarmiða frá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna sem setja á á vindlingaumbúðir, en miðunum er ætlað að fæla fólk frá reykingum.

Einnig er vísað í ýmsar hættur sem fylgja tóbaksnotkun. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert