Upplýst um kynferðisbrot í líkræðu

Sr. Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í Ölfusi.
Sr. Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í Ölfusi. mbl.is

Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í Ölfusi, hefur tilkynnt um kynferðisbrot  til barnaverndaryfirvalda í Reykjavík en upplýst var um brotið í líkræðu yfir fórnarlambinu. Yfir sextíu ár eru síðan brotið var framið  er stúlkan var á fermingaraldri.

Segir Baldur á bloggsíðu sinni að svona mál eigi ekki og megi ekki fyrnast.  Þar birtir hann brot úr líkræðu yfir konunni sem var fædd árið 1932.

Í ræðu sinni rekur Baldur lífshlaup konunnar sem var allt annað en dans á rósum.

„En ,,Hún“ fermist ekki. Áður en þeim aldri var náð hafði hún orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu fullorðins  manns.  Það veit raunar enginn hvað gerðist eða hver átti í hlut en áfallið var staðreynd, leyndi sér ekki.  Hann kom þegar móðirin vann á næturvöktum….. Það mál upplýstist aldrei og hún náði sér aldrei.  Sjúklingur var hún upp frá því. Geðtruflun greinileg upp frá því segir mér bróðir hennar," segir Baldur á bloggsvæði sínu á Eyjunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert