Vilja eyða óvissu

Horft yfir Hveragerði.
Horft yfir Hveragerði. mbl.is

Bæj­ar­stjórn Hvera­gerðis hef­ur sent frá sér álykt­un þar sem lýst er yfir þung­um áhyggj­um af þeim erfiðleik­um sem stjórn­end­ur Heilsu­stofn­un­ar NLFÍ glíma við.

„Sí­felld óvissa um framtíð rekstr­ar­ins er ekki boðleg þegar um jafn mik­il­væg­an rekst­ur er að ræða og hér er. Nýj­ustu frétt­ir um yf­ir­vof­andi upp­sagn­ir reynd­ustu starfs­manna stofn­un­ar­inn­ar valda ugg varðandi framtíðina. Bæj­ar­stjórn­in hvet­ur vel­ferðarráðuneytið og samn­inga­nefnd Sjúkra­trygg­inga Íslands til að bregðast við og hefja nú þegar viðræður við stjórn­end­ur HNLFÍ um gerð nýs þjón­ustu­samn­ings til lengri tíma,“ seg­ir í álykt­un­inni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert