Bæjarstjórn Hveragerðis hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir þungum áhyggjum af þeim erfiðleikum sem stjórnendur Heilsustofnunar NLFÍ glíma við.
„Sífelld óvissa um framtíð rekstrarins er ekki boðleg þegar um jafn mikilvægan rekstur er að ræða og hér er. Nýjustu fréttir um yfirvofandi uppsagnir reyndustu starfsmanna stofnunarinnar valda ugg varðandi framtíðina. Bæjarstjórnin hvetur velferðarráðuneytið og samninganefnd Sjúkratrygginga Íslands til að bregðast við og hefja nú þegar viðræður við stjórnendur HNLFÍ um gerð nýs þjónustusamnings til lengri tíma,“ segir í ályktuninni.