100 manna viðskiptasendinefnd

mbl.is / Hjörtur

Hundrað manna viðskiptasendinefnd átti að fylgja forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, hingað til lands, hinn 14. júlí nk., hefði opinber heimsókn forsætisráðherrans verið ákveðin.

Þetta staðfesti Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, í samtali við Morgunblaðið.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Jón, að útflutningsráð Kína hefði beðið Íslandsstofu að skipuleggja dagskrá fyrir sendinefndina og sjö til átta samráðherra háttsetts stjórnmálamanns, sem væru hugsanlega væntanlegir til Íslands um miðjan júlímánuð. Ekki var upplýst hver hinn háttsetti stjórnmálamaður var. Íslandsstofa hafi tekið að sér verkefnið, en það hafi nú verið blásið af.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert