Allt að róast við Heklu

Mælingar sýndu hreyfingar í Heklu. Þær hafa nú heldur gengið …
Mælingar sýndu hreyfingar í Heklu. Þær hafa nú heldur gengið til baka. Þó má búast við Heklugosi á næstu mánuðum. mbl.is/ÞÖK

„Það er ekk­ert sem bend­ir til yf­ir­vof­andi ham­fara vegna Heklugoss. Und­an­farna daga hafa mæl­ing­ar sýnt ákveðinn óróa í kring­um Heklu en Páll Ein­ars­son, jarðeðlis­fræðing­ur, seg­ir að nú sé allt að ró­ast niður. 

„Hrær­ing­arn­ar sem mæld­ust í fyrra­dag hafa held­ur gengið til baka, þetta eru litl­ar hreyf­ing­ar en þær mæld­ust þó yfir dá­lítið svæði,“ seg­ir Páll. Hann seg­ir hrær­ing­arn­ar hafa verið þarfa áminn­ingu og gefið tæki­færi fyr­ir fólk í ná­grenni Heklu til að fara yfir sín ör­ygg­is­mál.

Hekla er til­bú­in í gos

„Það er greini­legt út frá halla­mæl­ing­um og hæðarmæl­ing­um síðustu ára­tuga að Hekla hef­ur verið að und­ir­búa gos al­veg frá því hún gaus síðast. Síðustu árin hef­ur þrýst­ing­ur­inn í kvik­unni verið kom­inn yfir það sem hann var á und­an síðustu gos­um,“ seg­ir Páll.

„Hekla er til­bú­in í gos. Ef það er eitt­hvað svipað og síðast þá yrði það frek­ar lítið gos sem myndi ekki valda neinu tjóni.“

Þrátt fyr­ir að mæl­ing­arn­ar hafi gengið til baka seg­ir Páll að það geti verið vara­samt að ganga á fjallið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert