Breytingar eru fyrirhugaðar í utanríkisþjónustu Íslands og hafa þær verið kynntar starfsmönnum utanríkisráðuneytisins, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Upplýsingafulltrúi ráðuneytisins vildi ekki staðfesta þær í gærkvöldi.
Heimildir blaðsins herma að Gunnar Gunnarsson verði skipaður sendiherra í Stokkhólmi, Guðmundur Árni Stefánsson flyst frá Stokkhólmi til Washington og Hjálmar W. Hannesson, sem var sendiherra í Washington, verður kallaður heim. Þá flyst Albert Jónsson til Moskvu, en hann var í Færeyjum, og Benedikt Ásgeirsson, sendiherra í Moskvu, verður kallaður heim. Ekki liggur fyrir hver verður skipaður sendiherra í Færeyjum.