Díoxín undir mörkum

Engidalur í Skutulsfirði.
Engidalur í Skutulsfirði. mynd/bb.is

Díoxín reynd­ist alls staðar vera und­ir mörk­um á þeim stöðum sem Um­hverf­is­stofn­un tók sýni úr jarðvegi í maí­mánuði. For­saga máls­ins er sú að díoxín mæld­ust yfir mörk­um í lok des­em­ber 2010 í mjólk í Skutuls­firði í ná­grenni við sorp­brennsl­una Funa.

Um­hverf­is­stofn­un lagði þá þegar í byrj­un janú­ar til við um­hverf­is­ráðuneytið að eldri sorp­brennsl­um yrði gert að upp­fylla hert­ari skil­yrði um los­un meng­andi efna sem giltu fyr­ir nýrri sorp­brennsl­ur.

Einnig var ákveðið að taka sýni í ná­grenni við all­ar hugs­an­leg­ar upp­sprett­ur díoxína, s.s. sorp­brennsla, stóriðju og ára­móta­brenna. Sýni voru tek­in eft­ir að frost fór úr jörðu og send er­lend­is til grein­ing­ar.

Tek­in voru 50 sýni af jarðvegi út um allt land, 27 sýni í ná­grenni sorp­brennsla bæði starf­andi og aflagðra, 10 í ná­grenni iðnfyr­ir­tækja, 4 sýni úr jarðvegi í brennu­stæðum og 9 viðmiðun­ar­sýni. Einnig var tekið sýni úr sjáv­ar­seti í Skutuls­firði (í ná­grenni við brennslu­stöð) og úr sjáv­ar­seti úr Álftaf­irði til viðmiðunar.

Sýna­tak­an fór fram seinni­hluta maí mánaðar. Sum sýni á Suður­landi voru tek­in þar sem aska frá gos­inu í Grím­svötn­um lá yfir sýna­tökustað. Grein­ing­ar á ösk­unni sýna að hún hef­ur eng­in áhrif á niður­stöður, að því er fram kem­ur á vef Um­hverf­is­stofn­un­ar.

Draga þarf úr los­un díoxí­ns við sorp­brennslu í Eyj­um

Við sorp­brennsl­una í Vest­manna­eyj­um mæld­ist styrk­ur díoxína í jarðvegi á bil­inu 5-40 pg/​g og því þarf að mati Um­hverf­is­stofn­un­ar að draga úr los­un díoxína þar til að koma í veg fyr­ir frek­ari upp­söfn­un.

Á tveim­ur brennu­stæðum, í Vest­mann­eyj­um og Skutuls­firði, mæld­ist  styrk­ur díoxína í jarðvegi á bil­inu 5-40 pg/​g og mun Um­hverf­is­stofn­un beina þeim til­mæl­um til heil­brigðis­nefnda að efniviður brenn­anna sé þannig að sem minnst verði til af díoxí­n­um við brun­ann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert