Þingflokkur Samfylkingarinnar fundaði í húsakynnum Alþingis í kvöld, en tilefni fundarins var að fara yfir gerð fjárlaga fyrir árið 2012. Sú vinna er nú í fullum gangi, en fjárlögin er jafnan fyrsta frumvarpið sem lagt er fram á haustþingi.
Að sögn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, var um hefðbundinn fund að ræða, en efni hans sé trúnaðarmál. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, gerði þingmönnum grein fyrir stöðu vinnunnar.