Hætt við nýjan flugvöll á Hólmsheiði

Á Reykjavíkurflugvelli.
Á Reykjavíkurflugvelli.

„Svo fremi sem ég fæ ráðið þá verður Reykjavíkurflugvöllur ekki færður,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra þegar hann er spurður hvort ríkisstjórnin sé búin að slá út af teikniborðinu gerð nýs innanlandsflugvallar á Hólmsheiði.

„Þetta er galin hugmynd sem var á teikniborðinu á meðan peningarnir fengu að ráða,“ segir hann í Morgunblaðinu í dag. Ennfremur segir Ögmundur að ef ríkisstjórnin myndi ráðast í að flytja flugvöllinn myndi það kosta óhemju fjárútlát. „Ég er mjög afdráttarlaus á þeirri skoðun minni að við eigum að halda flugvellinum í Reykjavík.“

Hann segir að í burðarliðnum sé samkomulag við Reykjavíkurborg sem gangi út frá því að flugvöllurinn verði í Reykjavík um árabil.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert