Skipstjórar Herjólfs fái vinnufrið

Herjólfur á leið inn í Landeyjahöfn.
Herjólfur á leið inn í Landeyjahöfn. mbl.is/RAX

Eim­skipa­fé­lagið ósk­ar eft­ir því við fjöl­miðla og aðra að þeir láti af óvæg­inni gagn­rýni sinni og að skip­stjór­ar Vest­manna­eyja­ferj­unn­ar Herjólfs fái vinnufrið. Eng­inn ann­ar hvati liggi  að baki þeirra ákvörðunum en sá að tryggja ör­yggi farþega, áhafn­ar og skips.

„Skip­stjórn­ar­menn láta ekki und­an þeim þrýst­ingi sem kem­ur frá ut­anaðkom­andi aðilum held­ur byggja ákvörðun sína á fag­legu mati á aðstæðum til að tryggja ör­yggi farþega, áhafn­ar og skips," seg­ir  í yf­ir­lýs­ingu, sem Eim­skip hef­ur sent frá sér.

„Allt tal um að Eim­skipa­fé­lagið legg­ist gegn sigl­ing­um til Land­eyja­hafn­ar er alrangt. Herjólf­ur mun sigla  í Land­eyja­höfn þegar aðstæður leyfa. Hafa þarf í huga að skip­stjórn­ar­menn Herjólfs eru enn að viða að sér þekk­ingu og reynslu af Land­eyja­höfn  til að átta sig á því við hvaða aðstæður hægt er að sigla. Miðað við reynsl­una síðasta vet­ur er ekki ólík­legt að sigla þurfi til Þor­láks­hafn­ar hluta árs­ins," seg­ir þar einnig.

Seg­ist Eim­skipa­fé­lagið telja mik­il­vægt, að sem fyrst verði sett­ur á fót virk­ur starfs­hóp­ur um sigl­ing­ar í Land­eyja­höfn skipaður sér­fræðing­um og skip­stjórn­ar­mönn­um sem viði að sér upp­lýs­ing­um um mann­virki, skip, veðurfar, sjó­lag og sigl­ing­ar sem liggja fyr­ir og vinni úr þeim gögn­um til­lög­ur að lausn til að tryggja há­marks­nýt­ingu Land­eyja­hafn­ar til skemmri og lengri tíma.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert