Sól í kortunum

Útlit er fyrir sól og blíðu um mestallt land á …
Útlit er fyrir sól og blíðu um mestallt land á fimmtudag.

Landsmenn ættu að geta sleikt sólskinið í dag og þó einkum á morgun ef veðurspár ganga eftir. Á morgun er sólin áberandi á spákortum frá Veðurstofunni og hitinn verður yfir 20 stig víða suðvestanlands.

Í dag léttir víða til en þokubakkar verða við norður- og austurströndina. Hiti verður 10 til 20 stig, samkvæmt veðurspá, hlýjast í uppsveitum suðvesturlands.

Á morgun er áfram spáð bjartviðri nema austast á landinu, þar sem verður dálítil væta, og einnig verða þokubakkar við norðurströndina. Hiti verður 10 til 20 stig, hlýjast á Suður- og Vesturlandi.

Á föstudag verður skýjað með köflum og sums staðar skúrir sunnanlands. Hiti verður 7 til 17 stig, hlýjast suðvestanlands en kaldast á annesjum fyrir norðan og austan.  Á laugardag verður áfram bjart veður, en stöku skúrir sunnanlands. Hiti verður 8 til 16 stig, hlýjast vestantil.

Á sunnudag verður léttskýjað norðan- og austanlands en skýjað og smávæta á Suður- og Vesturlandi. Hiti verður 10 til 17 stig, hlýjast norðanlands. 

Vefur Veðurstofunnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert