Unga konan sem grunuð er um að hafa skilið nýfætt barn sitt eftir í ruslagámi við Hótel Frón verður útskrifuð af sjúkrahúsi í dag.
„Það er væntanlega verið að útskrifa hana núna og ef allt gengur eftir þá verður hún færð til yfirheyrslu,“ sagði Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is fyrir stundu.
Að loknum yfirheyrslum verður unga konan að öllum líkindum flutt á Litla-Hraun í einangrun.
Að sögn Friðriks Smára er rannsókn málsins vel á veg komin.