Úttekt gerð á gæðum strandveiðiaflans

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra undirritar reglugerð um strandveiðar.
Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra undirritar reglugerð um strandveiðar. mbl.is/Jakob Fannar

Borið hef­ur á því á síðustu vik­um að strand­veiðibát­ar hafi komið með þara­leg­inn fisk að landi. Í þaraþyrsk­lingi er meira af ormi, hann er smærri og roðið tek­ur lit af þar­an­um. Fisk­ur­inn hent­ar því illa til salt­fisk­verk­un­ar svo dæmi sé tekið.

Í frétta­skýr­ingu í Morg­un­blaðinu í dag segirað einkum eigi þetta við um báta sem róa frá Norður­landi, en þar hafa þrálát­ar norðanátt­ir gert sjó­mönn­um erfitt um vik að sækja langt. Hóp­ur sér­fræðinga mun á næstu vik­um gera út­tekt á gæðum strand­veiðiafl­ans.

Alls hafa 619 bát­ar landað afla í strand­veiðikerf­inu á vertíðinni, sem hófst í maí og lýk­ur í ág­úst. Eft­ir góða byrj­un hef­ur afli báta sem róa frá Snæ­fellsnesi treg­ast veru­lega og marg­ir náðu ekki dagskammt­in­um á mánu­dag. Að auki var hluti afl­ans mjög smár fisk­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert