Úttekt gerð á gæðum strandveiðiaflans

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra undirritar reglugerð um strandveiðar.
Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra undirritar reglugerð um strandveiðar. mbl.is/Jakob Fannar

Borið hefur á því á síðustu vikum að strandveiðibátar hafi komið með þaraleginn fisk að landi. Í þaraþyrsklingi er meira af ormi, hann er smærri og roðið tekur lit af þaranum. Fiskurinn hentar því illa til saltfiskverkunar svo dæmi sé tekið.

Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag segirað einkum eigi þetta við um báta sem róa frá Norðurlandi, en þar hafa þrálátar norðanáttir gert sjómönnum erfitt um vik að sækja langt. Hópur sérfræðinga mun á næstu vikum gera úttekt á gæðum strandveiðiaflans.

Alls hafa 619 bátar landað afla í strandveiðikerfinu á vertíðinni, sem hófst í maí og lýkur í ágúst. Eftir góða byrjun hefur afli báta sem róa frá Snæfellsnesi tregast verulega og margir náðu ekki dagskammtinum á mánudag. Að auki var hluti aflans mjög smár fiskur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert