Flugvöllurinn færður samkvæmt drögum

Reykjavíkurflugvöllur.
Reykjavíkurflugvöllur. mbl.is/Golli

„Á fundi stýrihóps um Vatnsmýrarskipulag voru lögð fram drög sem gera ráð fyrir því að hætt verði við samgöngumiðstöð og í staðinn farið í úrbætur á núverandi flugstöð.“

Þetta sagði Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, eftir fund sem var haldinn í stýrihópnum í gær.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hún að fyrri ákvarðanir um flutning flugvallarins, sem finna má í núverandi aðalskipulagi, séu ekkert breyttar.

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, sagði hins vegar í samtali við Morgunblaðið í gær að í burðarliðnum væri samkomulag þar sem gengið er út frá því að flugvöllurinn í Reykjavík verði þar um árabil.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert