Vilja afnám verðtryggingar

Frá blaðamannafundi Hagsmunasamtaka heimilanna
Frá blaðamannafundi Hagsmunasamtaka heimilanna mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hagsmunasamtök heimilanna krefjast þess að stjórnvöld hefji undirbúning að almennum leiðréttingum stökkbreyttra lána og afnámi verðtryggingar eða skjóti málinu undir dóm þjóðarinnar ella. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagsmunasamtökum heimilanna.

Undirbúningurinn miðist við að stjórnarfrumvarp að þessu lútandi verði lagt fyrir Alþingi ekki síðar en á næsta haustþingi og samþykkt fyrir áramót. Kröfu sinni til stuðnings, hafa samtökin hrundið af stað almennri undirskriftarsöfnun á vef þeirra.

Samtökin krefjast þess að ef ekki verði farið að kröfum þeirra þá verði farið fram á málinu verði skotið til þjóðarinnar.

„Í nafni almannahagsmuna krefjumst við undirrituð almennrar og réttlátrar leiðréttingar á stökkbreyttum lánum heimilanna og afnáms verðtryggingar. Hafi stjórnvöld ekki orðið við þessari kröfu fyrir 1. janúar 2012 jafngildir undirskrift mín kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu um kröfugerðina,“ segir á vef Hagsmunasamtaka heimilanna.

Hagsmunasamtök heimilanna
Hagsmunasamtök heimilanna
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert