6000 mættir á Bestu útihátíðina

Mikill fjöldi er á Gaddstaðaflötum við Hellu þar sem Besta …
Mikill fjöldi er á Gaddstaðaflötum við Hellu þar sem Besta útihátíðin er haldin. mbl.is/Gunnar Aron Ólason

Fjölmargir ákváðu að leggja leið sína á Bestu útihátíðina sem haldin er á Gaddstaðaflötum við Hellu. Margir voru á ferðinni á sama tíma og bílaröðin náði óslitið niður að Landvegamótum og hreyfist lítið sem ekkert, að sögn þeirra, sem þar eru staddir.  Má því segja, að einskonar þjóðvegahátíð sé nú á Suðurlandsvegi í nágrenni Hellu.

„Hér hefur allt gengið vel og ekkert hefur komið upp á,“ sagði Linda Einarsdóttir, einn aðstandenda hátíðarinnar í samtali við mbl.is á tíunda tímanum í kvöld.

„Hér er fínt veður, logn og blíða og allir kátir. Við teljum að hér séu 5500 - 6000 manns komnir inn á svæðið,“ segir Linda.

Ekki verður fleiri en 10.000 manns hleypt inn á svæðið.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert