6½ árs fangelsi

E-töflur.
E-töflur. mbl.is/Kristinn

Héraðsdóm­ur Reykja­ness hef­ur dæmt 23 ára gaml­an karl­mann, Juni­erey Kenn Par­d­illo Juarez, í 6½ árs fang­elsi fyr­ir að flytja nærri 37 þúsund e-töfl­ur og 4471 skammt af LSD til lands­ins.   

Þetta er eitt mesta smygl á e-töfl­um hingað til lands sem um get­ur og aldrei áður hef­ur verið lagt hald á jafn­marga LSD-skammta í einu.  Götu­verðmæti e-tafln­anna var talið vera yfir 70 millj­ón­ir króna.

Maður­inn hef­ur setið í gæslu­v­arðhaldi frá því í mars þegar hann var hand­tek­inn ásamt konu þegar þau komu til lands­ins frá Kana­ríeyj­um. Fund­ust fíkni­efn­in í tveim­ur tösk­um manns­ins en í þeim var falsk­ur botn. Kon­an sat í gæslu­v­arðhaldi í tæpa viku en var síðan sleppt og hún var ekki ákærð í mál­inu.

Maður­inn var einnig dæmd­ur til að greiða rúm­lega 1,8 millj­ón­ir króna í sak­ar­kostnað.

Fíkni­efna­skuld átti að lækka

Í dómn­um er rakið, að Juni­erey tók að sér að fara til Kana­ríeyja í því skyni að sækja fíkni­efni og flytja þau til lands­ins. Fyr­ir þetta átti fíkni­efna­skuld hans að lækka um nokk­ur hundruð þúsund krón­ur. Þá fékk hann 500 þúsund krón­ur fyr­ir ferðakostnaðinum.

Í Las Palmas var hringt í Juni­erey dag­inn fyr­ir heim­ferðina og síðan kom maður á hót­el­her­bergi til hans með tvær ferðatösk­ur og þeir skipst á tösk­um.   

Í frum­skýrslu lög­reglu seg­ir að Juni­erey hafi verið mis­saga um hvað væri í tösk­un­um. Hann hefði sagt að hann héldi að það væru fíkni­efni sem hann hefði sjálf­ur keypt og komið fyr­ir í tösk­un­um, en hann væri ekki viss. Þá hefði hann sagt að þetta væri besta dóp í heimi og lík­lega væri þetta kókaín, en síðar sagt að um væri að ræða hass. Þegar hann var spurður í síðari yf­ir­heyrslu um ástæðu þess að hann hefði sagt í fyrstu að það hefðu verið kanna­bis­efni í tösk­un­um sagði hann: „Vegna þess að mér finnst kanna­bis­efni ekki hættu­legt.“

Héraðsdóm­ur seg­ir ljóst, að Juni­erey hafi látið sér í léttu rúmi liggja hvaða fíkni­efni var um að ræða og magn þeirra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert