Bátur sökk á Meðalfellsvatni

Meðalfellsvatn.
Meðalfellsvatn.

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út um miðnættið vegna óhapps á Meðalfellsvatni. Þar hafði báti hvolft og fjórir einstaklingar, sem voru um borð, náðu að komast upp á lítinn hólma í vatninu.

Björgunarsveitir af Kjalarnesi og úr Reykjavík ásamt slökkviliðsmönnum fóru á staðinn á forgangsakstri. Rúmlega hálftíma eftir að útkall barst hafði Björgunarsveitin Kjölur náð til fólksins á báti sínum og komið því um borð heilu og höldnu.

Siglt var með fólkið í land og það var síðan flutt á slysadeild en það var kalt og hrakið eftir volkið.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert