Fundað um fjárlagagerð

Fjárlaganefnd Alþingis fundar nú reglulega.
Fjárlaganefnd Alþingis fundar nú reglulega. mbl.is/Heiðar

Þing­flokk­ar Sam­fylk­ing­ar og Vinstri grænna funduðu, hvor í sínu lagi, í fyrra­kvöld um fjár­laga­gerð og rík­is­bú­skap­inn. Á fundi Sam­fylk­ing­ar var rætt um póli­tísk­ar for­send­ur fjár­lag­anna og þá helst hvaða leiðir væru fær­ar til þess að auka tekj­ur rík­is­sjóðs.

Heim­ild­ar­menn VG sögðu við Morg­un­blaðið að ljóst væri að end­ur­skoða þyrfti ramm­ann, ekki síst með til­liti til kjara­samn­inga sem ný­lega voru staðfest­ir. Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra kynnti jafn­framt vinnu við fjár­laga­gerð á fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í gær­dag.

Í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að sendi­full­trúi Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins á Íslandi, Fra­nek Rozwadowski, vill ekki tjá sig um það hvort lík­legt sé að áætlan­ir um af­komu rík­is­sjóðs muni stand­ast, né held­ur um það hvort hann telji að mark­mið um halla­laus­an rík­is­rekst­ur muni nást árið 2013 eins og stefnt er að.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert